arkitekt_gardurArkitekt til að teikna garðinn

Öllum þeim sem eru að útbúa nýjan garð eða breyta gömlum garði í nýjan er nauðsynlegt að taka góðar ákvarðanir. Þá er oft spurning hvort nauðsynlegt sé að láta arkitekt eða landslagsarkitekt teikna garðinn. Teikning auðveldar garðeigendum, verktökum og öðrum fagmönnum að útfæra og framkvæma í garðinum. Með gerð góðrar teikningar er tekið á flestum þeim þáttum sem eru mikilvægir í nýjum garði. Það er ekki síður þægilegt að hafa greinargóðar upplýsingar fyrir breytingar á eldri görðum.

Landslagsarkitekt í útfærslurnar

Góður landslagsarkitekt getur fundið fallegar lausnir fyrir garða við einbýli, fjölbýli og sumarhús. Einnig geta þeir fundið skemmtilegar útfærslur fyrir svæði þar sem aðstæður eru sérstakar eða óvenjulegar t.d. þar sem landhalli er mikill eða þar sem ósnortin náttúra nær inn í garðinn.

Hvað er á teikningunni

Meðal þess sem er tekið á við útfærslu teikningar er:

  • Stílbrigði og skemmtilegar hugmyndir
  • Undirbúningur og meðferð á sérstökum aðstæðum
  • Val á réttum efnum, timbri, stéttum og gróðri
  • Smáatriði og útfærslur

Það má vinna með ýmiskonar stílbrigði, allt frá beinum og praktískum línum upp í rómantískar útfærslur sem og abstrakt hugsun í hönnun garða. Ef reynslumikil arkitekt er með í ráðum  er tryggt að útfærslur eru byggðar á góðum grunni.