sumarbustadur_solpallurSumarbústaður með sólpall

Við sumarbústaði er vinsælt að hafa sólpalla og er þá algengast að grindin sem er undir bústaðnum sé framlengd og pallklæðning sett ofan á hana. Ef þessi aðferð er notuð þá getur hljóð borist mjög vel inn í bústaðinn. Þess vegna er gott að skoða þann möguleika að hafa pallinn eða hluta hans á grind og undirstöðum sem ekki eru hluti af grind hússins. Þannig er hægt að minnka líkur á að hljóð berist inn í húsið. Þetta gefur líka möguleika á flóknari formum og að hafa pallinn á mismunandi hæðum.