hladinn_veggurSprengdir steinar og hraun
Sumir veggir eru hlaðnir úr óunnu grjóti eða hrauni. Það er góður kostur ef nægilegt rými er fyrir hleðsluna sjálfa, en grjótið, bakfyllingin og hallinn sem þarf að vera á hleðslunni getur kallað á 1-2 metra breidd. Slíkt grjót má fá þar sem berg hefur verið klofið eða sprengt til þess að koma fyrir byggingum en það er algengt að verktakar þurfi að losa sig við sprengda steina. Þessi tegund hleðslu er oft mun hagkvæmari en steinsteypa. Í hleðslu sem er lægri en 1 metri má nota hraun, en vegna þess hversu létt það er og hve auðveldlega það getur brotnað er það ekki nothæft í háa veggi, nema veggurinn sé styrktur með steinsteypu í bakfyllingunni. Hraunið getur einnig farið vel með ýmsum gróðri eða grasi. – Úr bókinni Draumagarður