leiksvaedi_solpallurLeiksvæði
Stígar um garðinn, rúmgóð dvalarsvæði, sléttar grasflatir og vel staðsettar girðingar eru allt atriði sem gera garð barnvænan. Leikur getur farið fram á sólpalli þar sem skjól er gott og góð tenging er við hús. Rólur, rennibrautir og kastalar geta verið fjarri aðaldvalarsvæðunum, en leiktæki fyrir yngstu börnin, t.d. sandkassa, er best að setja við pallinn eða dvalarsvæðið þar sem auðvelt er að fylgjast með. Á pallinum má einnig gera ráð fyrir leik með léttum leikföngum, til að mynda brúðum og bílum, en til þess þarf einungis autt pláss á sólríku og skjólgóðu svæði. – Úr bókinni Draumagarður