Um Björn Jóhannsson

Hvert verkefni er sérstakt

Það eru margar leiðir til að láta drauminn um fallegan garð rætast. Hringdu núna í síma 823-0001 eða sendu mér tölvupóst og ég slæ á þráðinn og útskýri hvernig við útbúum teikningu af garðinum.

Um mig
Ein af forréttindum landslagsarkitekta er að mega teikna og lita í vinnunni. Hönnun garða er þar að auki skapandi og fagleg vinna landslagsarkitekts. Teiknivinnan hefur gefið mér færi á því að hitta fjölda manns, bæði þá sem hafa nýtt sér þjónustu mína og einnig þá sem unnið hafa eftir teikningunum. Í þeirri samvinnu kvikna hugmyndir, þær þróast og verða oft að fallegum og spennandi görðum. Árin líða, gróðurinn vex og garðurinn verður að lokum eins og hönnuðurinn sá hann upphaflega fyrir sér. Þá er orðið tímabært að taka ljósmyndir. Ég hef verið iðinn við að taka myndir af verkefnum mínum og birti margar þeirra hér á vefsíðunni til þess að aðrir geti nýtt sér.
Ég hef aðstoðað garðeigendur við útfærslur garða sinna síðan ég kom frá námi í landslagsarkitektúr á Englandi 1993. Einnig hef ég hannað sumarhúsa-, stofnana-, fyrirtækja- og fjölbýlishúsagarða en í þeirri vinnu hafa orðið til margvíslegar hugmyndir. Þessi vefur er fyrir alla þá, sem hafa áhuga á að bæta nánasta umhverfi sitt. Hann er þó sérstaklega ætlaður þeim sem eru að útbúa nýjan garð eða breyta gömlum. Í þessum hópi eru garðeigendur, sumarhúsaeigendur, verktakar, landslagsarkitektar, aðrir hönnuðir og áhugafólk um fallegt umhverfi.

Björn landslagsarkitekt

bj@landslagsarkitekt.is – Sími: 823-0001