Bókin Draumagarður

Bókin er fyrir alla þá sem eru að útfæra draumagarðinn eða langar til þess.

Bókin er 144 blaðsíður og stútfull af ljósmyndum, teikningum, leiðbeiningum og hugmyndum til þess að útbúa glæsilegan garð.

Bókin skiptist í þrjá hluta:

  1. Hönnun og teikningar
  2. Efni og útfærslur
  3. Gróður og stíll

Í fyrsta hlutanum er fjallað um garðskipulag

Í fyrsta hlutanum er fjallað um garðskipulag í víðum skilningi með stuðningi fjölda ljósmynda og yfirlitsteikninga. Sérstaklega er fjallað um veðurfar og sérstöðu íslands hvað varðar aðstæður og byggingarefni.

Í öðrum hluta er fjallað um efnisnotkun og útfærslur

Í öðrum hlutanum er farið gaumgæfilega í alla þá þætti sem snúa að efnisnotkun og útfærslum garða.

Í þriðja hluta er fjallað um gróður

Sérstaklega er fjallað um hvernig megi raða saman trjám og runnum til þess að mynda fallega heild.


Skráðu þig á póstlistann okkar fáðu rafrænu útgáfuna af bókinni senda um hæl.