hellulagnir_gragryti_honnunHellulagnir

Hellur geta þjónað ýmsum tilgangi, t.d. sem yfirborð á dvalarsvæði, innkeyrslum eða á stígum á milli svæða. Samanborið við önnur yfirborðsefni, eins og gras, mold eða möl, má ganga og aka á hellum án þess að nokkuð sjáist á þeim. Einnig geta hellulagðir fletir myndað slétt svæði þar sem gott er að vera með borð og stóla og ójöfnur eru ekki til ama þegar boðið er til veislu. Á grasflötum geta hins vegar myndast slóðir eða troðningar ef gönguleiðir liggja um flötina, en til þess að slík ummerki sjáist á hellulögnum þarf margra áratuga umgang. Því eru hellulagðir stígar góðir þar sem væntanlegur umgangur er mikill.
Garðframkvæmdir geta verið stór hluti af byggingarkostnaði húss og þar er kostnaðurinn við hellulagnir oft mikill. Við einbýli er algengt að innkeyrslur séu yfir 100 m2 en önnur svæði, t.d. dvalarsvæði og stígar, geta tvöfaldað þessa tölu. Það getur því borgað sig að kynna sér vel útfærslumöguleika og taka ákvarðanir áður en framkvæmdir hefjast. – úr bókinni Draumagarður

Fyrir þá sem eru að helluleggja má finna leiðbeiningar á bloggvefnum:

landslagsarkitekt.com