gardur_heitur_potturHvernig er “íslenskur” garður?

Auðvitað sækjum við Íslendingar hugmyndir í garðamenningu með mörg hundruð ára sögu en eins og í byggingarlistinn höfum við mörg tækifæri til not íslenskar hugmyndir og byggingarefni. Íslenskur garður dregur fjalla- eða sjávarsýn inn í garðinn, er fullur af þjóðlegum einkennum og tekur tillit til erfiða veðurfarsins. Það er víða útsýni úr görðum og það er til ýmsar leiðir til að draga það inn í garðinn sérstaklega með réttri staðsetningu á gróðri. Oft er þó verið að reyna að mynda skjól fyrir vindum sem koma úr sömu átt og þaðan sem útsýnið er fallegast. Þaðan þar má útbúa skjólveggi með gleri og „ramma inn“ fallegar myndir. Hraun, stuðlaberg og mosi eru öll einkennandi fyrir ísland og því góð efni í hleðslur stéttar og skraut.

Garður með tröllum og álfum

Hugmyndafræðilega má sækja í eld og ís auk þess sem álfar og tröll geta spilað stórann sess í garðinum. Við eigum einnig sögu  í torfbæjum og steinhleðslum sem setja víða fallegt yfirbragð á landslagið. Reyndar held ég að Álfar og tröll eigi eftir að spila stóran sess í framtíð íslenskra garða og það að laða álfa inn í garð verði jafn mikilvægt og feng shui er í austurlenskri hönnun.

Garði skipt í herbergi

Þeir sem standa frammi fyrir ómótuðum garði gera sér gjarnan ekki grein fyrir því hvernig er best að byrja. Það getur verið erfitt með að finna og móta hugmyndir, auk þess að sjá fyrir sér fullmótaða heildarmynd. Viðfangsefnin má þó nálgast á ýmsan hátt. Ein árangursrík leið er að hugsa garðinn eins og íbúð. Þá er garðinum skipt í herbergi sem hvert hefur sinn tilgang. Herbergjunum eru gefin nöfn, t.d. morgunsvæði, bílastæði, anddyri, kvöldsvæði, baðsvæði (hér er heiti potturinn), leiksvæði o.s.frv. Staðsetning flestra svæðanna ræðst af nálægð við húsið, en þau eru einnig staðsett miðað við sólargang, ríkjandi vindáttir og á hvaða tíma dags eigi að nota þau. Þannig er til dæmis kvöldsvæðið haft þar sem sólar nýtur lengst á daginn.