hledsla_veggur_utsyniHlaðnir veggir, útsýni og sjónásar
Í hæðóttu landslagi, með fjöll og sjó í nágrenni, er útsýni mikilvægur þáttur í vellíðan fólks og áhrifavaldur þegar kemur að hönnun garða. Fjallasýn og sjór hafa ávallt verið innblástur fyrir myndlistarmenn og mörg slík verk hanga á veggjum í híbýlum fólks. Það er einnig talinn kostur ef íbúðir hafa útsýni yfir haf eða fjöll og getur það hækkað verð fasteignar. Á sama hátt getur fallegt útsýni úr garði aukið ánægju og hughrif, en náttúrusýn er talin hafa streitulosandi áhrif. – Úr bókinn Draumagarður