heitur_pottur_hringurHeitir pottar og baðsvæðin

Það er munaður að geta legið í heitum potti í eigin garði, umvafinn gufu, á meðan þreytan líður úr líkamanum í þyngdarleysi vatnsins. Þá mýkjast vöðvarnir, sálin hressist og áhyggjur hversdagsins líða á brott. Það er því ekki að ástæðulausu að heitur pottur er gjarnan ofarlega á óskalista garðeigandans. Stundum er hann aðalkveikja þess að farið er í garðframkvæmdir og þegar vel tekst til verður hluti garðsins að huggulegri baðstofu utandyra. Staðsetning hennar, með tilliti til tengingar við hús og aðra hluta garðsins auk skjólmyndunar, ræður því hvort hún verður að mikið notuðu djásni. Önnur atriði sem þarf að huga að er val á potti, umgjörð hans í garðinum, öryggi og hvernig nánasta umhverfi hans getur ráðið úrslitum um fallegan stíl og heildarsvip. – Úr bókinni Draumagarður