troppur_til_ad_sitja_iTröppur þar sem gott er að setjast

Fyrir tröppur þar sem gert er ráð fyrir almennri umferð má styðjast við byggingarreglugerð en hún segir til um æskilegan bratta á tröppum ásamt því að útlista stærð og staðsetningu á Fyrir tröppur þar sem gert er ráð fyrir almennri umferð má styðjast við byggingarreglugerð en hún segir til um æskilegan bratta á tröppum ásamt því að útlista stærð og staðsetningu á hvíldarpöllum. Þar segir að uppstig þreps skuli ekki vera hærra en 16 sm og framstig ekki styttra en 28 sm. Halli á tröppum utandyra á einnig að vera á bilinu 17-30 gráður. Ef landhalli er meiri getur þurft að láta tröppurnar liggja í beygju. Þar segir að uppstig þreps skuli ekki vera hærra en 16 sm og framstig ekki styttra en 28 sm.

Oft er stuðst við aðrar málsetningar, t.d. ef um er að ræða tröppur sem gert er ráð fyrir að setjast í eða þar sem ekki er búist við almennri umferð. Ef tröppurnar snúa mót suðri þegar sólar nýtur um miðjan dag og ekki er reiknað með almennri umferð um þær, má gera ráð fyrir hærra uppstigi og lengra framstigi en reglugerðin segir til um. Á þennan hátt verða tröppurnar eins konar stúkusvæði. Algeng hæð á setu í stól er 46-52 sm og er uppstigið á stúkusvæði látið vera helmingur af því, eða 23-26 sm. Þá hvíla fætur eðlilega í tröppunum fyrir neðan. Úr Draumagarði