landslag_utsyni_gardurLandslag – jafnt innan garðs sem utan

Vel skipulagður garður sameinar notagildi og fegurð þannig að íbúðarrýmið framlengist og fjöldi nýrra tækifæra til útivistar verða til. Með eðlilegri samsvörun í formum, litum og áferð, ásamt góðum húsgögnum og afþreyingarmöguleikum, verður hann einn af uppáhaldsstöðunum. Þegar stærðir svæðanna utandyra samsvara sér vel og mynda góð tengsl við herbergi hússins fá þau skemmtilegt hlutverk í heildarmynd íbúðarrýmis. Með vel skipulögðum garði er séð fyrir fjölbreyttri notkun svæða innan hans og góðri tengingu við nánasta umhverfi. Þannig fær garður við sjávarsíðu annað yfirbragð en garður í hraunlandslagi og garður í sveit er afmarkaður á annan hátt en garður í miðborg. Af þessu má vera ljóst að það þarf hugkvæmni til að móta fallegan garð fyrir fjölbreytt not og góða samsvörun við umhverfið. – Úr bókinni Draumagarður