girdingar_hellur_skjolveggurHlutverk girðinga við skjólmyndun
Girðingar eru ein hagkvæmasta og fljótlegasta leiðin til þess að auka skjól í garði, en staðsetning þeirra, útfærsla og tengsl við hús segja til um hversu mikið skjól er hægt að útbúa. Það fyrsta sem þarf að hafa í huga þegar verið er að mynda skjól er hvernig vindur hagar sér. Það skiptir miklu máli að átta sig á því að það verður ekki skrúfað fyrir vindinn með því að setja upp skjól heldur er vindinum beint annað. Ef settur er upp veggur þvert á vindstefnuna þá er loftstreymið ekki stöðvað því vindurinn heldur áfram að blása og loftmassinn verður að komast áfram. Vindurinn lyftir sér því yfir vegginn og smýgur einnig fram hjá honum til beggja hliða. Þannig myndast skjólsvæði hlémegin þegar hann þrýstir sér yfir vegginn en að sama skapi er trekkurinn mjög sterkur efst á veggnum og til hliðar þar sem hann sleppur fram hjá. Ef skjólveggir eru reistir án þess að hugsa áhrif þeirra til enda er alltaf hætta á að í sumum áttum verði til hvirflar. Þannig getur t.d. skjólveggur hlémegin við hús tekið á móti vindi af þakinu og beint honum inn á dvalarsvæðið. – Úr bókinni Draumagarður