hardvidur_grar_heitur_potturHarðviður og fura

Gagnvarin fura er algengasta byggingarefnið fyrir trépalla, bæði vegna verðs og þess hversu auðvelt er að vinna með hana. Fúavörnin er fólgin í því að rotvarnarefni er þrýst inn í timbrið eftir að það hefur verið sagað í endanlega þykkt. Þannig er komið í veg fyrir rotnun inni í timbrinu. Þessi viðarvörn dugir þó ekki til þess að verja yfirborðið gagnvart sólarljósi og þarf því að bera reglulega á. Lerki og harðviður eru gjarnan seldir í borðum með rásuðu yfirborði en með því verður pallurinn ekki eins háll í bleytu. Harðviðurinn gránar ef ekki er borið á hann og fær silfurgrátt útlit eins og í myndinni. –