skjolveggur_gardhusgogn_stettVeðurfar og skjólveggir
Ísland er eitt vindasamasta land í heimi og veður því algengt umræðuefni. Þrátt fyrir þetta er útivist vinsæl og mikið er rætt um sól, úrkomu og vinda í tengslum við slíkt, en þessir þrír þættir ráða hversu þægilegt er að vera utandyra. Logn varir mislengi og útivistin oft háð því að klæða sig vel og finna eða skapa skjólgóða staði. Skjólsvæði þurfa að vera staðsett þannig að njóti vel sólar. Þannig er það samspil skjólmyndunar og sólargangs sem skiptir mestu máli fyrir útivist á sólardögum í garðinum. Með því að skoða afstöðu garðs gagnvart sól og algengum vindáttum má tryggja að góðir útivistardagar nýtist vel. – Úr bókinn Draumagarður