fastur_bekkurFastur bekkur eða færanleg húsgögn

Húsgögnin í garðinum geta ýmist verið innbyggð eða færanleg. Innbyggð húsgögn eru gjarnan föst við trépalla og smíðuð úr sama efni. Algengt er að setja innbyggða bekki við girðingar, bæði til þess að mynda sæti og til að láta girðinguna sýnast lægri. Ef slíkur bekkur er hafður við ytri mörk dvalarsvæðis nýtist bekkurinn einnig sem afmörkun og plássið á slíkum svæðum nýtist gjarnan betur. Á þessa föstu bekki má einnig stilla upp skrautmunum eða blómapottum. Þeir eru einnig til staðar snemma vors ef allt í einu gerir gott veður og ekki er búið að ná í garðhúsgögnin í geymsluna. – Texti úr bókinni Draumagarður