Garðhönnun í þremur skrefum

Það eru ótal leiðir til að hanna garð. Ég býð upp á garðhönnun í 3 einföldum skrefum. Þá hefur þú fullt af tækifærum til að þróa með mér hönnunina, breyta og bæta og gera hann að draumagarðinum þínum. Öll hönnun er unnin í þrívídd og því auðvelt fyrir alla að átta sig á teikningunum.

1. Skref: Hugmyndateikningar: Þrjár spennandi hugmyndir fyrir garðinn, sýndar í formi grunnmyndar með skýringateikningum.

2. Skref: Skipulagsteikning: Handteiknuð skipulagsteikning í kvarða unnin úr því besta úe skrefi eitt.

3. Skref: Útfærsluteikningar: Málsett grunnmynd, útlit, gróðurteikningar og verkteikningar

Fyrsta skref – Þrjár hugmyndir af garði

Í þessum hluta eru aðstæður á staðnum skoðaðar með teikningu hússins og ljósmyndir til hliðsjónar. Aðstæður eru skoðaðar með tilliti til þess hvenær svæði eru böðuð sól og hvort líkur séu á vindstrengjum, t.d. við húshorn. Ljósmyndir af húsi eru greindar og útbúin litapalletta fyrir hönnuð og eiganda til að vinna með. Hér hefst hin eiginlega hönnunarvinna. Hönnuðurinn mátar allt að þrjár útfærslur við lykilsvæði í garðinum. Hugmyndinar eru settar fram sem skyssur og getur eigandinn því skoðað hvað fellur best að hans smekk og væntingum um sælustundir í garðinum. Bestu hugmyndirnar mynda svo grunninn fyrir næsta skref, skipulagsteikningu.

Annað skref – Skipulagsteikning af garði

Í skipulagsteikningunni er ein hugmynd úr skrefi eitt þróuð áfram eða hugmyndir teknar úr 2-3 tillögum til þess að mynda lokahönnun garðsins. Teikningin er nákvæm og í kvarða með helstu upplýsingum um skipulag og efnisval. Einnig fylgir með málsett grunnmynd með helstu landhæðum.

Þriðja skref – Útfærsluteikningar

Málsett Grunnmynd: Nákvæm grunnmynd með málsetningum, góðum lýsingum og upplýsingum um hæðir er forsenda þess að hægt sé að útfæra garðinn rétt. Þessi teikning gerir verktakanum kleift að útbúa garðinn eins og hann var hugsaður.

Gróðurplan: Á gróðurplaninu eru öll tré og allir runnar nafngreindir ásamt fjölda þeirra. Sígrænn gróður og runnar, sem blómstra á mismunandi tímum árs, mynda umgjörðina fyrir hin ýmsu svæði garðsins.

Útlitsmyndir: Með málsettum útlitsmyndum má sjá enn betur hvernig mannvirki í garðinum raðast upp, hæðir þeirra og hvað efni er notað. Þetta er lykilgagn fyrir smiði og aðra verktaka, sem koma að uppsetningu garðsins.

Ljósaplan: Teikning sem sýnir staðsetningu ljósa og hvert þau lýsa.

Grindarteikningar af pöllum allt að 100 m2 ásamt sérteikningum af girðingum og bekkjum.

Hægt er að panta stuttan ráðgjafatíma annaðhvort á skrifstofunni hjá mér, í gegnum síma eða í gegnum Skype. Sú ráðgjöf tekur yfirleitt 15-20 mínútur og er endurgjaldslaus.

Smelltu á gula hnappinn efst til hægri til að panta tíma eða fá upplýsingar um verð.

Til að fá tilboð má senda eftirfarandi upplýsingar:

  1. Upplýsingar um hvort eigi að hanna allan garðinn eða hluta hans.
  2. Ljósmyndir af öllum hliðum húss og öllum svæðum garðsins.
  3. Teikningar af húsi og lóð eða upplýsingar um hvar megi nálgast þær.
  4. Stutta lýsingu eða lista yfir hvað eigi að gera og hvaða væntingar séu til garðsins í framtíðinni.

Ef þú hefur einhverjar spurningar sendu mér þá línu á bj@landslagsarkitekt.is