gras_bekkur_solpallurGrasflöt
Vel formuð grasflöt getur hæglega orðið andrými garðsins. Hún er gjarnan vanmetin en notagildið og möguleikar til fegrunar eru nánast ótæmandi. Þar má ærslast og leika áhyggjulaus yfir falli ef dottið er í mjúkan svörðinn. Húsgögn fara vel á grasi og í góðu veðri má gera nánast allt það sem gert er á trépöllum eða stéttum. Það er auðvelt að móta flötina í falleg form og gras fer vel með flestum tegundum gróðurs. Með því að stýra stærð og lögun grasflata má auka notagildi þeirra en sá eiginleiki að hægt sé að stinga ofan í flötina hefur það í för með sér að auðvelt er að reisa tjöld, súlur og net fyrir alskyns leiki. – úr bókinn Draumagarður