Þessi still einkennist af steyptum hvítum veggjum, hreinlegum beðum, steyptum stéttum og gleri. Pallar í stílhreinum beinum línum og steyptar stéttar með söguðu munstri tryggja að þessi still getur unnið með mörgum stílbrigðum húsaarkitektúrs. Upphækkaðir setbekkir og geymslur í skjólveggjum setja punktinn yfir iið í þessum látlausa stíl.
Ferköntuðu form úr steypu og harðviði einkenna þennan stíl.Steypt plan með þennslubilum og veggir sem tóna við húsið.Hæðarmunur dekkaður með steyptum veggjum og gróðurbeðum.Heitur pottur og handrið úr gleri setja punktinn yfir i-ið.