Kópavogur 2008

grandahvarf_hledslurAthyglisvert framlag til umhverfismála

“Viðurkenningin er veitt vegna hönnunar og framkvæmda opins svæðis við Grandahvarf.
Svæðið hallar í suðaustur á horni Elliðahvammsvegs og Grandahvarfs.

Gunnar Óskarsson, arkitekt teiknaði deiliskipulag hverfisins ásamt því að hanna byggingarnar við Grandahvarf.

Björn Jóhannsson, landslagsarkitekt var fenginn til þess að hanna svæðið. Hann lagði upp með rómverskan stíl og er útfærslan fengin frá hugarflugi um forn hringleikahús og útileikhús. Útsýnisskífan gegnir einnig lykilhlutverki þar sem hún tengir svæðið við umhverfið.
Svæðið nýtur einstakrar veðursældar og voru tröppurnar látnar snúa í suður svo fólk hefði þar kost á að njóta sólar. Aðgengi er fyrir alla þar sem svæðið er sérlega vænt barnakerrum og hjólastólum.

JB Byggingarfélag fær viðurkenningu umhverfisráðs 2008 fyrir athyglisvert framlag til umhverfismála.”