solpallur_solstoll_gardkrokurSólpallur og eiginleikar

Til þess að hönnun og notkun trépalls verði sem best þarf að skoða helstu eiginleika trépallsins. Trépallar eru mjúkir, með hlýlegt yfirbragð og þegar sólin skín er yfirborðið fljótt að hitna. Þeir geta því ýtt undir notkun garðsins á heitum sumardögum. Trépallar eru fljótir að þorna eftir rigningar. Það er bæði vegna þess að það hripar vel niður um bilið á milli klæðningarborða en einnig vegna þess að vel varið timbur hrindir frá sér vatni. Þess vegna gengur vel að vera með trépall við heita pottinn.

Sólpallar mjúkir undir fæti

Pallar eru mjúkir undir fæti þannig að þægilegt er að ganga á þeim, hvort sem er berfættur eða í sokkum. Sami eiginleiki gerir það að verkum að þeir sem hrasa og detta á trépall fá mjúka lendingu. Það er einnig minni hætta á að glös eða glermunir brotni þegar þeir falla á trépall heldur en þegar um harðara efni eins og steypu er að ræða. Börn eru dettin og gjörn á að meiða sig í fjörugum leik. Þess vegna er trépallurinn góður fyrir leik af ýmsum toga og er tilvalið að hafa sandkassa eða lítið leikjahús á pallinum. – Úr bókinn Draumagarður

Um smíði sólpalla má finna leiðbeiningar á landslagsarkitekt.com